ÍBV og Valur mættust í dag í Olís-deild kvenna þar sem lokatölur voru 24:20 Eyjakonum í vil. Mikið var undir í leiknum þar sem bæði lið eru í baráttunni um að komst í úrslitakeppnina. Eftir umferðina er ÍBV í fjórða sæti, með einu stigi meira en Valur. Markahæst í liði ÍBV í dag var Ester �?skarsdóttir en hún skoraði átta mörk. Næst á eftir kom Sandra Erlingsdóttir með sex mörk, þar af fjögur úr vítum. Erla Rós Sigmarsdóttir, markvörður ÍBV, átti einnig góðan leik og varði 16 skot.
Ljósmyndari Eyjafrétta var á leiknum og er hægt að skoða fleiri myndir frá leiknum
hér.