Miklar breytingar en sami grunnur hjá Geilsa
28. apríl, 2025
Efri röð f.v. Brynjar Einarsson, Jóhann Sigurður Þórarinsson, Júlíus Ingason, Arnar Andersen, Hlynur Freyr Ómarsson, Sigurbjörn Kári Stefánsson, Guðbjörg Rún Gyðud. Vestmann, Bjarki Ingason, Þórarinn Sigurðsson, Jóhann Þór Jóhannsson, Hreggviður Óli Ingibergsson, Rúnar Þór Karlsson, Þórarinn Sigurður Jóhannsson og Reynir Valtýsson. Fremri röð f.v. Auðunn Sindrason, Kristján Ingi Kjartansson, Runi Möller Petersen, Pétur Sævar Jóhannsson og Bjarni Geir Pétursson. Á myndina vantar Cezary Kazimierz Zaborski og Steingrím Svavarsson. Mynd Óskar Pétur.

Það var ekki mikið pláss í Kelerínu, sem er við Strandveg 75a þegar hjónin Guðrún Jóhannsdóttir og Þórarinn Sigurðsson, oftast kenndur við fyrirtæki sitt Geisla raftækjavinnustofu, hófu þar rekstur í október árið 1973. Kannski 20 til 30 fermetrar giskar hann á. Reksturinn sprengdi fljótlega utan af sér húsnæðið og ráðist var í 300 fermetra nýbyggingu við Flatir 29 sem flutt var inn í haustið 1976 en þá voru starfsmenn orðnir tíu. Þar var fyrst verkstæðið en árið 1980 var opnuð raftækjaverslun og þurfti í kjölfarið að stækka húsnæðið.  „Vorum við þar  þangað til við flytjum í nýtt 1.000 fm húsnæði við Hilmisgötu 4 árið 2009,“ segir Tóti.  Þar ráku þau  örugglega stærstu raftækjaverslun í einkaeign á landsbyggðinni, glæsilega gjafavörubúð og verkstæði til ársins 2023 þegar þau seldu verslanirnar og einbeita sér nú að rekstri verkstæðisins.

„Við bjóðum upp á allsherjar þjónustu í öllu sem lýtur að rafmagni og í allt erum við 20 sem vinnum hérna,“ segir Þórarinn. „Meðan við vorum með verslanirnar voru þetta í kringum 30 manns. Fyrstu árin eftir að við komum hingað notuðum við gamla verkstæðið undir Múrbúðina. Þar var hún þangað til við lögðum þá starfsemi niður. Þetta var heljarinnar umsetning en nú erum við komin aftur á byrjunarreit. Bara í rafverktakabransann og það er nóg að gera. Stórt verkefni hjá okkur núna er samstarf við Mílu sem áður var í gegnum Eygló. Nú er verið að ljúka við að ljósvæða allan bæinn sem er heilmikið verkefni sem við komum að. Í framhaldinu tekur við eðlilegt viðhald.“ 

Aftur til fortíðar 

Þórarinn segir að öðru leyti séu þeir komnir aftur til fortíðar en það er rúmt um þá á verkstæðinu við Hilmisgötu. Það stendur ekki á viðbrögðum þegar Þórarinn er spurður úti í breytingar sem orðið hafa í rafvirkjun á þeim rúmum 50 árum sem liðin eru frá því Geisli varð til. „Við byrjuðum með járnrörin sem voru ágæt en það kostaði mikla vinnu að leggja þau í hús. Þá tóku plaströrin við sem voru mun meðfærilegri en nú eru það barkar sem auðvelt er að leggja. 

Það er helsta breytingin í hinni almennu raflögn. Önnur er að nú eru slökkvarar, eins og við þekkjum þá að hverfa og þú getur stýrt öllu í húsinu með símanum. Sama hvar þú ert í heiminum. Krafan er að þú getir t.d. hækkað eða lækkað í ofnum þó þú sért staddur á Filippseyjum sem eru hinum megin á hnettinum. Öllu stýrt með tölvum sem létta okkur lífið, en um leið verður þetta hærra flækjustig hjá fólki á mínum aldri“ segir Þórarinn. 

Einnota tæki 

Breytingarnar eru fleiri og  snúa að hinum hefðbundnu heimilistækjum sem varla sjást á raftækjaverkstæðum í dag. „Það er ein stærsta breytingin. Viðgerðir á raftækjum heyra nánast sögunni til. Það er öllu hent. Það er bara þannig. Á verkstæðinu á Flötum vorum við með 150 fermetra sal þar sem við vorum að vinda mótora, dínamóa og gera við raftæki.  

Í dag er fjögurra til fimm ára þvottavél hent ef hún  bilar. Það sama á við um önnur heimilistæki, ísskápa og sjónvörp. Af sem var fyrir 30 árum þegar fólk keypti tæki sem áttu að endast, þetta var fjárfesting. Þá var ekki eins mikil fjöldaframleiðsla eins og í dag og heimilistæki gerð til að endast sem lengst. Að öðru leyti er grunnurinn sá sami,  þó tæknin sé önnur,“ segir Þórarinn. 

„Okkar helstu verkefni eru mjög hefðbundin raflagnavinna. Við erum að vinna fyrir byggingaverktaka og svo er það flotinn með sín siglingar- og fiskleitartæki og fiskvinnslan. Ekki má gleyma einstaklingum sem hafa verið og eru mikilvæg stoð í starfseminni.“ 

Fylgdu mér í Eyjar út   

Geislafólk á sér hliðarverkefni sem eru myndavélar sem þau hafa komið upp á nokkrum stöðum í bænum. Þar getur fólk hvar sem er í heiminum fylgst með því helsta sem gerist í Vestmannaeyjum. „Þetta hefur verið gæluverkefni hjá okkur. Lengi var myndavél á Framhaldsskólanum sem sýnir vel yfir bæinn, höfnina og Heimaklett,“ segir Þórarinn og nú eru myndavélarnar orðnar fimm. Ein við Ægisgötu sem sýnir vel umferð um höfnina, á myndavél á FES-inu sést Heimaklettur í allri sinni dýrð. Þegar brimar getur verið áhugavert að kíkja á myndavélina á Golfskálanum og vélin á Skipalyftunni sést suður yfir höfnina og í baksýn eru fellin tvö, Eldfell og Helgafell.  

Þeir fluttu úr Keleríinu upp á Flatir 1976. Frá vinstri, Kristján Friðþjófsson, Óskar Svavarsson, Pétur Sævar Jóhannsson, Sveinn B. Sveinsson, Þórarinn Sigurðsson, Jónas Þorgeirsson, Magnús Bergsson, Einar Pálmi Jóhannsson, Sigurður Stefánsson og Guðmundur Jóhannsson. Mynd Sigurgeir.

 

„Þetta  hefur mælst vel fyrir og þeim fjölgar sem kíkja á vélarnar okkar sem eru á heimsíðunni geisli.is. Með hverri myndavél eru línur úr lagi Ása í Bæ, Hugsað heim, ó fylgdu mér í Eyjar út  sem var þjóðhátíðarlagið 1971. Það segir allt sem segja þarf um þetta framtak okkar,“ segir Þórarinn að endingu. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst