Á föstudaginn í síðustu viku var lokið við að leggja ljósnet í vesturbæinn sem bætir netsamband og styrk á sjónvarpsmerki til mikilla muna. �?ar með nær ljósnet til um 70 prósenta bæjarins og stefnt er að því að halda verkinu áfram á næsta ári. Með nýrri tengingu hafa heimilin möguleika á allt að 70 Mb/s hraða sem býður upp á móttöku á allt að fimm háskerpusjónvarpsstöðvum á sama tíma og mögulegt að hafa fjölda tækja í gangi á internetinu í einu. Venjuleg heimilisnotkun mun þó seint nýta alla þessa bandbreidd og er meðalnotkun heimilis 20 til 30 Mb/s.
�??Starfsmenn á vegum Mílu hafa síðustu vikur staðið í ströngu við að setja upp götuskápa og tengja heimili í Vestmannaeyjum við Ljósnet Mílu,�?? sagði Sigurrós Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Mílu þegar rætt var við hana á mánudaginn. Nánar í Eyjafréttum.
Á myndinni eru starfsmenn á vegum Mílu sem hafa síðustu vikur staðið í ströngu við að setja upp götuskápa og tengja heimili í Eyjum við Ljósnet Mílu.