Hún er sérkennileg staðsetning bifreiðar sem lenti utan vegar við Höfðaból, suður á Heimaey en bíllinn endaði á milli steins, sem er við vegakantinn og mjólkurbrúsa, sem eru þar einnig til skrauts. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu, er ökumaður bifreiðarinnar grunaður um ölvun við akstur en talið er að hann hafi misst stjórn á bifreiðinni.