Fyrirtæki í Vestmannaeyjum fara ekki varhluta af því þegar ferðum Baldurs hefur verið frestað en Baldur sigldi ekki seinni ferð á mánudag og engin ferð var farin á þriðjudag vegna veðurs. Baldur er nokkuð minni en Herjólfur og má því eingöngu sigla þegar ölduhæð er undir 3,5 metrum.
Kári Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vestmannaeyja, sagði í samtali við Fréttir að markaðurinn hafi orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna frátafa Baldurs.