Í vikunni hefjast upptökur á lagi Gylfa Ægissonar, Minning um mann sem Eyjasveitin Logar gerðu ódauðlegt snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Lagið verður endurútgefið í tilefni stórtónleikanna Yndislega Eyjan mín í Eldborgarsal Hörpu þann 26. janúar næstkomandi, þar sem þess verður minnst að 40 ár eru liðin frá því að eldsumbrotin hófust í Heimaey. Og það eru engar smástjörnur sem syngja lagið, því þeir Stefán Hilmarsson, Magni, Eyþór Ingi og Þór Breiðfjörð munu syngja lagið þekkta en Þorvaldur Bjarni stjórnar upptökum.