Vorið 1954 bjargaði togarinn Hull City átta manns af Vestmannaeyjabátnum Glað VE 270 sem hafði sokkið fyrir sólarhring í slæmu veðri. Skipsbrotsmennirnir eru allir látnir en hópur ættingja fór nýlega til Grimsby til að hitta James Findlater, sem er 82 ára og var í áhöfn togarans, sá eini sem lifir. Voru honum færðar þakkir og haldin minningarguðsþjónusta sem sr. Kristján Björnsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir önnuðust.