Þrátt fyrir að veður sé nú ágætt í Eyjum er enn mikil ófærð á götum bæjarins og í raun ófært fyrir fólksbíla. Bæjarstarfsmenn benda fólki á að nú, þegar snjórinn er farinn að gefa eftir, myndast miklar rásir í götunum sem fólksbílar ráða illa eða alls ekki við. Fastir bílar tefja mjög fyrir snjómokstri en talsvert er um að fólksbílar séu fastir víðs vegar um bæinn.