Mörg hand­tök eft­ir í Herjólfi
1. september, 2018
Ljós­mynd/​Crist

Enn eru mörg hand­tök eft­ir við smíði Vest­manna­eyja­ferj­unn­ar Herjólfs í skipa­smíðastöðinni í Póllandi. Stefnt er að af­hend­ingu 15. nóv­em­ber en heim­ild­ar­menn blaðsins sem til þekkja telja það óraun­hæfa dag­setn­ingu og telja vel sloppið ef skipið fæst af­hent á ár­inu. Það gæti jafn­vel dreg­ist frek­ar.

Pólska skipa­smíðastöðin Crist hef­ur til­kynnt Vega­gerðinni að hún muni ekki af­henda nýja Vest­manna­eyja­ferju fyrr en í nóv­em­ber og hef­ur nefnt 15. nóv­em­ber í því sam­bandi. Vega­gerðin von­ast til þess að sú tíma­setn­ing standi. Upp­haf­lega var stefnt að af­hend­ingu í lok júlí en drátt­ur­inn er bæði vegna breyt­inga sem Vega­gerðin og sam­gönguráðherra hafa óskað eft­ir og að hluta til óút­skýrðra tafa hjá skipa­smíðastöðinni.

Sigla þarf skip­inu heim og búa það und­ir áætl­un. Ljóst er að sigl­ing­ar hefjast ekki fyrr en í des­em­ber í fyrsta lagi. Slæmt veður yfir há­vet­ur­inn og aðstaða í Land­eyja­höfn geta hamlað því að það komi að full­um not­um í vet­ur, eins og stefnt var að, seg­ir í um­fjöll­un um smíði Herjólfs í Morg­un­blaðinu í dag.

Mbl.is greindi frá

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.