Hátt kall Ísfirðinga um athygli og viðbrögð komst strax inn á borð ríkisstjórnar Íslands og full ástæða til. Vandi Ísafjarðar er vandi ýmissa jaðarsvæða á landsbyggðinni í hnotskurn. �?að er flott hjá Ísfirðingum að láta í sér heyra og reyna að spyrna við fótum. Árangur næst ekki nema með baráttu, samstöðu og frumkvæði heimamanna.
Forsætisráðherra sagði í gær að Ísfirðingar hefðu hvorki notið þenslunnarvegna álversframkvæmda á austurlandi né þenslunnar á suðvestur horninu. �?að er rétt hjá Geir en það sama á einnig við um fleiri jaðarsvæði eins og t.d. Vestmannaeyjar.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 4225 íbúar á Ísafirði árið 2000 en í árslok 2006 voru þeir 4098 og hafði því fækkað um 127 eða 3%.
Samkvæmt sömu tölum voru4522 íbúar íVestmannaeyjumárið 2000 ení árslok 2006 voru þeir 4075 og hafði því fækkað um 447 eða tæp 10%.
Ástandið er því alls ekki betra í Eyjum en á Ísafirði og reyndar fólksfækkunin mun meiri og alvarlegri. Eyjamenn hafa því miðurennþá ekki hrópað nógu hátt eftir aðstoð til aðsérstök nefnd verði sett á fót til að athuga á hvern hátt megi bregðast við þeim vanda sem að steðjar þar. Lágvært jarm heyrðist í þeim fyrir skömmu vegna ósanngjarnrar sérsköttunar á þjóðveginum til Eyja án þess að mikil viðbrögð fengjust við því. Í ljósi skjótra viðbragða við neyðarópum Ísfirðinga er rétt að spyrja hvort ekki sé kominn tími til að Eyjamenn hefji upp raust sína og krefjist viðlíkra aðgerða.
Heimasíða: http://www.grimurgisla.blog.is/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst