Flugfélagið Mýflug Air tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmanneyja hefjist þann 1. desember.
Fram kemur að flogið verði fjórum sinnum í viku: Í hádeginu á föstudögum, seinnipart sunnudags og svo kvölds og morgna á fimmtudögum. Búið er að opna fyrir bókanir fyrir desembermánuð.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Mýflugs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst