Ísland fær góða umfjöllun hjá breska sjónvarpinu BBC í tveimur þáttum sem nefnast Fast track á BBC World News. Á öðrum þættinum er fjallað um hvernig Ísland hafi löngum verið frægt fyrir einstaka náttúrufegurð eða allt þar til landið varð alræmt í bankahruninu. Hins vegar sé ástandið ekki alvont og til þess tekið hvernig íslensk ferðaþjónusta hafi spjarað sig á þessum krepputímum.