Í morgun skrifuðu fulltrúar N1 og knattspyrnudeildar ÍBV undir samstarfssamning. N1 hefur lengi verið einn af aðal-styrktaraðilum deildarinnar. Samningurinn er til þriggja ára og var það Magnús Sigurðsson sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd ÍBV og Ágúst Halldórsson fyrir hönd N1.
N1 hefur verið dyggur bakhjarl deildarinnar á síðustu árum og nær raunar aftur til þess þegar félagið hét Esso á níunda áratug síðustu aldar. Magnús Sigurðsson segir að samstarfið milli ÍBV og N1 hafi verið með eindæmum farsælt og því sé gott að finna fyrir þessum mikla stuðningi og áhuga sem N1 sýnir félaginu og samfélaginu í Eyjum.
„ÍBV er félag í fremstu röð í íslensku íþróttalífi og það er ánægjulegt að N1 geti lagt sín lóð á vogarskálarnar til áframhaldandi góðra verka,” segir Ágúst Halldórsson á þessum tímamótum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst