Næsta ferð Herjólfs hefur verið frestað vegna þungrar öldu og brota utan við Landeyjahöfn. Samkvæmt áætlun átti skipið að sigla frá Eyjum klukkan 11:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 13:00. Ferðinni hefur hins vegar verið frestað þannig að skipið fer frá Eyjum klukkan 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 16:00.