Geirmundur á Pakkhúsinu
Á Pakkhúsinu verður enginn annar en stórsöngvarinn Geirmundur Valtýsson ásamt hljómsveit á föstudags og laugardagskvöld. �?svikinn stemning. Og á fimmtudag kemur Björn Daði Björnsson, öðru nafni OJ Búni, mönnum í gírinn.
Hárgreiðslumaður á Krúsinni
Lungað af kántrýsveitinni Klaufunum treður upp á Kaffi krús á Selfossi á fimmtudag. Hárgreiðslumaðurinn Gústi Lill verður síðan léttur á´ðí á laugardag og tekur nokkur lög á gítarinn. Jahú!
Klaufarnir á Rauða húsinu
Hljómsveitin Klaufarnir verður á Rauða húsinu á Eyrarbakka á laugardag. Fyrir þá sem ekki vita, er um að ræða �?ótrúlega skemmtilega hljómsveit með úrvals liði og sveitastemmningu af bestu gerð,�? eins og það er orðað hóflega í fréttatilkynningu frá staðnum.
Karma í Aratungu
Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi í Aratungu í Reykholti á laugardag. 18 ára aldurstakmark.
Dalton á Kristjáni X
Hljómsveitin Dalton treður upp á Kristjáni tíunda á Hellu á föstudag. Skotheld stemning, lofar Kjartan, vertinn á staðnum.
Rokkað á Tony´s
Selfirska hljómsveitin Rokkar spilar á Tony´s County á föstudag og laugardagkvöld. 18 ára aldurstakmark. Og á fimmtudag er diska og karíókí!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst