�??Kæru vinir. �?g býð ykkur hjartanlega velkomin á sýninguna �??�?rnefni í Vestmannaeyjum�?? ég er bæði ánægður og glaður að sjá ykkur því það segir mér að það eru fleiri en við sem stöndum að sýningunni sem hafa áhuga á örnefnasöfnun og varðveislu þeirra. �?g tek það skýrt fram að ég er ekki sérfræðingur í örnefnum þó svo að ég hafi haft frumkvæði að því að safna þeim saman á myndirnar. �?g er með hóp sérfræðinga á mínum snærum, sérfræðinga sem eru svo flottir hver á sínu sviði,�?? sagði Pétur Steingrímsson við opnun sýningarinnar, í Einarsstofu í Safnahúsinu á Goslokahátíðinni.
Pétur er upphafsmaðurinn en hann fékk marga til liðs við sig í þessu merka og tímabæra verkefni því þarna er verið að safna saman upplýsingum sem annars væru á leið í glatkistuna.
Svavar kveikti neistann
�??Og hvernig byrjaði þetta?�?? spyr Pétur. �??Allt byrjaði þetta fyrir nokkrum árum með gönguferðum á Heimaklett. Í fyrstu voru þessar gönguferðir keppni við tímann, hvað ég var fljótur að heiman og upp á Heimaklett og svo aftur heim og það meira að segja án þess að sjá nokkurn skapaðan hlut í þessu fallega umhverfi.
Í þessum ferðum mínum sá ég samt að það voru fleiri en ég sem voru þarna reglulega á ferð og þ.á.m. Svavar Steingrímsson sem er sérstaklega fróður um sögu Eyjanna. �?egar ég fór svo að ganga með honum á Heimaklett fór ég að upplifa ferðirnar allt öðruvísi en ég gerði og sá allt umhverfið í nýju ljósi. Nú var komið nafn á nánast hvern hól, hverja lægð, hvert gil og hverja þúfu og sumum nöfnunum fylgdi skemmtileg saga. Síðar kom sú hugmynd upp að gaman væri að setja örnefnin í Heimakletti á mynd öðru göngufólki til ánægju og fróðleiks.�??
Góður hópur
Pétur segir að þeir hafi ekkert verið að gapa með þá hugmynd lengi heldur hrint henni í framkvæmd og fengu nokkra góða menn með sér til að velja örnefnin og setja þau rétt niður. �??Í þeim hópi voru auk okkar þeir, Hávarður Sigurðsson, Már Jónsson, �?lafur Týr Guðjónsson, Friðbjörn Valtýsson og �?skar �?lafsson prentari sem vann tölvuvinnuna í myndinni fyrir okkur en það er mikil og vandasöm vinna. Síðar kom inn í hópinn Gunnlaugur Grettisson sem þá var formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar. Gulli var eins og við fullur af áhuga um þetta, sá um að við fengjum fjármagn til að framkvæma þetta áhugamál okkar með styrk úr sjóðum.
Fyrstu myndina með örnefnum í Heimakletti má svo sjá á Eiðinu, á Nausthamarsbryggju og á bílastæðinu á Nýjahrauni vestan við Sorpu. Vonandi eigum við svo eftir að sjá fleiri örnefnamyndir uppi víðsvegar um Heimaey, heimamönnum og ferðafólki til fróðleiks og upplýsinga.�??
Hávarður reyndist vel
Og áfram var haldið. �??Síðar í spjalli okkar Svavars hvatti hann mig til að halda áfram með þessa örnefnasöfnun og setja á myndir. Benti hann mér á að það væri nánast ómögulegt að staðsetja mörg örnefnin á Heimaey eftir þeim örnefnaskrám sem til væru og í dag væru ekki margir sem þekktu staðsetningu þeirra.
�?g talaði við Hávarð Sigurðsson sem er mikil fræðimaður um sögu Vestmannaeyja og þekkir hér nánast hvern hól og hverja þúfu. Væi var til í slaginn og við fundum okkur tíma, já marga tíma sátum við saman við borðstofuborðið heima hjá honum yfir myndum og ég setti örnefnin inn á þær eftir hans ábendingum.�??
Hávarður vildi hafa bakhjarla í þessum hópi, bakhjarla sem færu yfir verkið og kæmu með ábendingar og leiðréttingar ef með þyrfti. �??Í þann hóp fengum við eftir góðar ábendingar þá Má Jónsson fyrrum kennara, Gylfa Sigurjónsson, og Svavar Steingrímsson. Jens heitinn Kristinsson frá Miðhúsum kom að fyrstu tveimur myndunum, af Klifi og Herjólfsdal. �?g man svo vel eftir því þegar ég sat með þeim feðgum Jens og Ella við eldhúsborðið á Höfðaveginum og sá gamli var að fara yfir myndirnar og hann segir þessi fleygu orð: �??�?egar við vorum krakkar á Miðhúsum þá var okkur sagt að ef við lærðum ekki örnefnin sem sæjust heiman frá Miðhúsatúninu fyrir fermingu þá fengjum við ekki að fermast. Auðvitað lærðum við öll örnefnin og kunnum þau utanað.�?? �?g setti eitt örnefni inn á myndina sem er ekki í örnefnaskrám en það er örnefnið Langabergshellir vestast í Langabergi undir Köldukinn. Jens sagði að hellirinn héti það og það mun standa,�?? sagði Pétur.
�?rnefnin á mynd
Árið 2012 kom út bókin Eyjar og úteyjalíf, úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund sem nokkrir Eyjamenn stóðu að. Í bókinni eru stuttur kafli sem heitir �?rnefni í Skiphellum, þar telur Árni upp þau örnefni sem krakkarnir sem voru að spranga upp úr þar síðustu aldamótum notuðu.
�??Már Jónsson kom með þá hugmynd til mín að setja þessi örnefni inn á mynd og fór ég með þeim Má og Svavari inn í Spröngu og settu þeir eldri örnefnin inn á myndina eftir sinni bestu vitund. Síðar setti ég myndina inn á facebooksíðuna Heimaklett og óskaði eftir leiðréttingum á staðarvalinu ef vitlaus væru.
Mikil umræða spannst um Sprönguna og spröngustaðina og það er gaman að segja frá því að engar leiðréttingar komu en það fór eftir kynslóðum hvernig nöfnin á örnefnunum breyttust. �?ess vegna setti ég nokkur ný nöfn með og þá innan sviga þ.e.a.s seinni kynslóða-nöfn sem börn og unglingar í dag nota þegar þau leika sér í Spröngunni. Í tímanna rás þá hafa nöfnin Neðstibekkur, Miðbekkur og Efstibekkur, breyst í Barnastein, Almenning og Syllu. Ferðaauga breyttist í Kýrauga og svo eru þarna önnur ný nöfn eins og Stígvél, Kerling, Hetta; Hebbutá og fleiri nöfn innan um þau eldri.
Gaman væri ef það gæti orðið að veruleika að mynd með örnefnunum yrði sett upp við spröngusvæðið í náinni framtíð og þá með góðum ráðleggingum og leiðbeiningum fyrir börn og unglinga sem vilja sveifla sér í kaðlinum undir Skiphellum.�??
Sífellt færri þekkja örnefni
Pétur sagði mikilvægt að safna örnefnum á Heimaey og staðsetja á myndum þar sem sífellt færri og færri þekkja örnefni hér og geta rakið sögur og viðburði sem þeim tengjast. �??�?rnefni eru hluti af sögu Vestmannaeyja og því finnst okkur nauðsynlegt að safna þeim saman eins og við höfum gert svo þau varðveitist og glatist ekki með komandi kynslóðum og haldi áfram að vera lifandi veruleiki fyrir sem flesta.
Tilgangurinn með sýningunni er að gera enn betur og sýna fólki hvar örnefnin eru í landslaginu og þar sem ekkert verk er hafið yfir gagnrýni, hvetjum við sýningargesti að koma athugasemdum, leiðréttingum eða viðbótum til okkar sem að sýningunni standa. �?ví verður sérstök bók í sýningarsalnum sem gestir geta skráð athugasemdir sínar í og þá undir nafni, heimilisfangi og símanúmeri.
�?rnefnin í Ystakletti hjálpuðu þeir Halldór Hallgríms og �?li á Hvoli mér með og gerðu mjög vel.�??
Takk strákar
Ljósmyndirnar fékk Pétur frá þeim Halldóri Halldórssyni, Heiðari Egilssyni, Guðmundi Alfreðssyni og Tóta Vídó og þakkaði hann þeim sérstaklega fyrir þeirra þátt en sjálfur á hann tvær myndir á sýningunni.
�??Strákarnir í hópnum sem komu að öllum myndunum eru þeir Hávarður, Svavar, Már og Gylfi. Hávarður staðsetti og hinir fóru yfir örnefnin. �?skar prentari vann alla stafrænu vinnuna á myndunum og gerði það listavel. �?eir fá allar mína bestu þakkir fyrir hjálpina og alla hvatninguna. Einnig takk til ykkar Kári og Jói Listó. Takk strákar.
Að lokum þakka ég eigendum Skipalyftunnar fyrir þeirra framlag til sýningarinnar, án þess hefði hún ekki orðið að veruleika. Takk kærlega,�?? sagði Pétur að endingu.
Sýningin verður opin í Einarsstofu fram í september.