Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir eigendum ökutækja að 15. apríl er síðasti dagur sem heimilt er að aka um á nagladekkjum og eru eigendur ökutækja því hvattir til að huga að því að skipta yfir á sumardekkin. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar en lögreglan mun hins vegar ekki beita viðurlögum strax og verður gefin út tilkynning þegar að því kemur.