í hádeginu í dag stóðu þeir Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurland, fyrir fundi á Háloftinu þar sem þeir fóru yfir hugmyndir um nýjar og betri leiðir í sjúkraflutningum með sérhæfðum sjúkraþyrlum. Fjölmenni var á fundinum en rúmlega fjörutíu manns mættu á fundinn.
�?eir Vilhjálmur og Styrmir hafa unnið að þessum hugmyndum með Viðari Magnússyni formanni Fagráðs sjúkraflutninga Íslands og Njáli Pálssyni formanni fagdeildar utanspítalaþjónustu hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Hugmyndin gengur út á að taka mið af því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Horft er m.a. til norskrar fyrirmyndar þar sem sjúkraþyrlur, mannaðar sérhæfðum neyðarlækni og bráðaflutningamanni, eru nýttar til sjúkraflutninga en einnig til að flytja sérhæft starfsfólk og tæki beint á vettvang. �?yrlur sem þessar hafa mun styttri viðbragðstíma en bæði sjúkraflug og þyrla gæslunnar.
Ef hugmyndir þeirra ná fram að ganga yrði þyrla staðsett á suðurlandi hugsuð sem þjónustuaðili við svæðið er þá sérstaklega verið að horfa til Vestmannaeyja og fjölmennra ferðamannastaða úr alfara leið. Verkefni sem þetta kæmi til með að stytta viðbragstíma í neyðartilfellum til muna við Vestmannaeyinga, og auk þess bjóða upp á þann möguleika að flytja hingað sérfræðinga til að sinna neyðartilfellum þegar þau koma upp. Fjölmargar spurningar komu upp á fundinum og var almennt gerður góður rómur af þessari vinnu þeirra félaga.