Eftir að Garðar Heiðar Eyjólfsson greindi frá því í Eyjafréttum að hann væri beittur tálmunum af barnsmóður sinni, óskuðu eldri hjón í Vestmannaeyjum eftir því að fá að segja sína sögu. Segja má að sagan hefjist fyrir um 25 árum síðan þegar sonur þeirra eignaðist sitt fyrsta barn með unnustu sinni en eftir það átti samband hjónanna við soninn og tengdadótturina eftir að taka óvænta stefnu. Í dag fá hvorki hjónin sem blaðamaður ræddi við, né nokkur annar fjölskyldumeðlimur, að umgangast eða svo mikið sem hafa samband við soninn og fjölskyldu hans. Hvers vegna ástandið er eins og það er vita hjónin ekki og eftir að hafa misst af öllu lífi barnabarna sinna kveðast þau hafa engu að tapa. Rúmum tveimur vikum áður en viðtalið var unnið hitti blaðamaður hjónin á heimili þeirra í Vestmannaeyjum en fáeinum dögum síðar var maðurinn lagður inn á spítala vegna heilsubrests. �?ar dvaldi hann í tíu daga samfleytt og gat því ekki verið viðstaddur þegar sjálft viðtalið fór fram. Vegna þess hve viðkvæmt málið er var ákveðið að nafn viðmælandans yrði ekki getið.
Viðtalið í heild má nálgast í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í
vefútgáfu blaðsins.