�?að var mikil dramatík þegar ÍBV lagði Fylki að velli, 2:1, í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.
Sigríður Lára Garðarsdóttir kom ÍBV yfir strax á 4. mínútu þegar hún skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Cloe Lacasse innan vítateigs. �?vert gegn gangi leiksins náðu Fylkisstelpur að jafna metin á 77. mínútu þegar varamaðurinn Rut Kristjánsdóttir skoraði eftir sending frá Kristínu Ernu Sigurlásdóttur.
ÍBV skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma leiksins, en Natasha Anasi skoraði þá eftir hornspyrnu Sóleyjar Guðmundsdóttur. �?etta var fyllilega verðskuldaður sigur hjá ÍBV en þær óðu í dauðafærum allan leikinn.
ÍBV situr í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig eftir þennan sigur, en Fylkir hefur 10 stig og er í sjöunda sæti deildarinnar.
Mbl.is greindi frá.