�??�?að er afar bagalegt að það skuli þurfa að fella niður ferðir núna þegar við erum á háannartíma,” sagði Elliði Vignisson í pósti til Vegamálastjóra núna morgun en eins og fram hefur komið á vef Eyjafrétta er byrjað að gæta grynnsla við austurgarðinn í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að fella þarf niður ferðir.
Áfram heldur Elliði og segir það skipta mestu máli að fá dýpkunarskip í höfnina sem allra fyrst og tryggja sex ferðir á dag til Landeyjahafnar með öllum tiltækum ráðum. “Auðvitað vitum við að núverandi Herjólfur er of djúpristur og ekki heppilegur í Landeyjahöfn og þess vegna hefði þurft að fylgjast betur með stöðu mála hvað dýpi varðar. �?að má hinsvegar ekki leggjast í eitthvað volæði yfir þessu heldur þarf að bregðast við og tryggja hagsmuni íbúa og fyrirtækja hér í Eyjum og almennt á þjónustusvæði Herjólfs. Mestu skiptir að fá dýpkunarskip sem fyrst en þar að auki hef ég óskað eftir því að þær ferðir sem fella þarf niður verði farnar í annan tíma og þannig tryggt að heildarfjöldi ferða verði áfam 6 eins samgönguyfirvöld hafa sjálf metið að lágmarks þörf sé á. �?á óskaði ég einnig eftir því að tryggt yrði að hámarksfjöldi farþega verði 520 eins og nú er heimilt eftir að skilgreiningu á hafsvæðinu hér var breytt í kjölfarið á áralöngu baráttumáli okkar en í flestum ferðum í sumar hefur verið miðað við tæplega 400 farþega.”