Eins og áður sagði var leikurinn afar bragðdaufur, sérstaklega í fyrri hálfleik en þá léku Eyjamenn með vindinn í bakið. �?rátt fyrir það sköpuðu þeir sér fá færi og létu allt of sjaldan vaða á markið undan vindinum. �?egar þeir hins vegar gerðu það skapaðist hætta. �?annig átti Andri �?lafsson tvö ágætis skot utan vítateigs, annað fór reyndar beint á markvörð gestanna en hitt hárfínt yfir. Yngvi Borgþórsson átti svo stórhættulegt skot á 37. mínútu sem Sandor Matis varði í horn. KA menn fengu líka sín færi og fjórum mínútum fyrir leikhlé áttu þeir hættulegt skot sem Hrafn Davíðsson varði í horn.
Síðari hálfleikur var hins vegar öllu fjörugri þó svo að gæði leiksins hafi lítið breyst. KA komst næst því að skora á 61. mínútu þegar leikmaður þeirra átti sannkallað þrumuskot sem small í þverslánni og Eyjamenn stálheppnir að lenda ekki undir. Stuttu síðar áttu Eyjamenn svo að komast yfir. �?á fengu þeir aukaspyrnu hægra megin við vítateigin og eftir fyrirgjöfina fékk Páll Hjarðar frítt skotfæri úr miðjum vítateig en þrumaði boltanum yfir. Tíu mínútum síðar barst boltinn á ný fyrir mark ÍBV frá hægri og eftir smá klafs í vítateig gestanna barst boltinn til Jonah D. Long sem skoraði af stuttu færi við mikinn fögnuð á Hásteinsvellinum.
�?að sem eftir lifði leiks lögðu Eyjamenn svo áherslu á að verjast og beit skyndisóknum. Bæði lið fengu færi en hvorugt náði að skorað og lokatölur því 1:0 fyrir ÍBV.
Leikur Eyjamanna olli miklum vonbrigðum í dag. Fyrri hálfleikur var líklega einn sá slakasti sem sést hefur í áraraðir á Hásteinsvellinum og höfðu gárungarnir á orði að meiri gæði hefðu verið í úrslitaleikjum Vöruvalsmótsins sem lauk fyrr í dag en þar leikur 5. flokkur kvenna. Eyjamenn náðu þó að girða sig í brók í síðar hálfleik og vinna en án þess þó að sýna einhvern glansleik. Hið jákvæða er hins vegar að liðið vann í dag sinn þriðja sigur í röð í deild og bikar og hélt hreinu fjórða leikinn í röð.
Næsti leikur ÍBV er svo næstkomandi þriðjudag þegar Eyjamenn taka á móti Stjörnunni í leik sem frestað var á sínum tíma. Stjarnan sigraði einmitt í dag lið Fjarðarbyggðar nokkuð óvænt í leik liðanna á Eskifirði 2:0.
ÍBV spilaði 4-5-1
Hrafn Davíðsson, Matt Garner, Páll Hjarðar, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Arnór �?lafsson (Pétur Runólfsson 46.), Ingi Rafn Ingibergsson (Anton Bjarnason 46.), Jonah D. Long, Andri �?lafsson, Yngvi Borgþórsson, Stefán Björn Hauksson, Atli Heimisson.
�?notaðir varamenn: Elías Fannar Stefnisson, Egill Jóhannsson, Bjarni Rúnar Einarsson.
Mark ÍBV: Jonah D. Long (77.)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst