Nemanja ekki með ÍBV næsta vetur
15. apríl, 2013
Það verður ekkert úr því að skyttan öfluga, Nemanja Malovic, sem varð markahæsti leikmaður 1. deildar í vetur, spili á ný með ÍBV næsta vetur. Nemanja þurfti að yfirgefa landið þar sem hann var ekki með landvistaleyfi en náði þó að spila alla leiki liðsins, utan þess síðasta. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags, hófust strax viðræður við leikmanninn en ekki reyndist mögulegt að keppa við launatilboð svissneska liðsins Amicitia Zurich og leikur hann því í Sviss næstu tvö árin.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst