Neysla ungmenna á orkudrykkjum
10. apríl, 2015
Neysla grunnskólanemenda á orkudrykkjum ýmiss konar hefur aukist mikið að undanförnu enda framboð ýmiss konar drykkja mjög mikið. Nokkuð er um að börn allt niður í 13 ára neyti þessara drykkja reglulega. Algengt er að skólahjúkrunarfræðingar fái fyrirspurnir varðandi þessa drykki og neyslu þeirra í eldri deildum Grunnskóla Hornafjarðar. Einn þeirra drykkja, sem krakkarnir hafa verið að neyta, er Amino Energy en hann er samkvæmt merkingu ekki ætlaður börnum 18 ára og yngri. Við nánari skoðun á þessum drykk er hann sagður vera: vatnslosandi, örvandi, vöðvastækkandi og heilahreinsandi ásamt fleiri eiginleikum. �?essi orkudrykkur inniheldur koffein, vatnslosandi grænt te, taurin sem er amínósýra (á að virka svipað og kreatín) og á að draga vatn og næringarefni inn í vöðvafrumur og þannig stækka þær, einnig á hún að auka áhrif koffeins. Svo er glútamín sem sagt er í leiðbeiningum að styðji við próteinupptöku og framleiðslu vaxtahormóna ásamt því að afeitra heilann. Koffein er örvandi efni sem getur valdið svefnleysi, óþægindum í maga, örum hjartslætti, hækkuðum blóðþrýstingi og minnkaðri athygli. �?nnur efni, sem þessi orkudrykkur inniheldur, hafa ekki verið rannsökuð með tilliti til neyslu barna og unglinga og ætti þessi aldurshópur því ekki að neyta þessara efna. �?að sem vakti spurningar var sú staðreynd að unglingarnir voru ekki endilega að taka þessa drykki fyrir æfingar heldur sem almennan svaladrykk.
�?egar börnin eru spurð að því hvers vegna þau noti þessa drykki eru svörin yfirleitt á þá leið að þau vanti orku, sem skólahjúkrunarfræðingur velti ég fyrir mér af hverju heilbrigða unglinga vantar orku og hvort ástæðan geti verið of mikil koffeinneysla sem leiði til svefntruflana? �?nnur tala um að þau þurfi að brenna hraðar eða vegna þess að félagarnir neyti þessara drykkja. Flest vita þó ekki hvað þessir drykkir gera fyrir þau. �?að er nauðsynlegt að vekja athygli á þeirri staðreynd að börn í efri bekkjum grunnskóla virðast drekka talsvert magn af þessum drykkjum. �?ví er það hvatning til foreldra að skoða með gagnrýnum augum hvað börnin þeirra eru að setja ofan í sig og kynni sér innihaldsefni þeirra fæðubótarefna sem börnin eru að neyta.
Börn og unglingar, sem eru að vaxa og þroskast, þurfa fjölbreytta fæðu, nægan svefn og reglubundna hreyfingu. �?au eiga ekki að þurfa fæðurbótaefni eða orkudrykki til að komast í gegnum daginn. Vatn er besti svaladrykkurinn fyrir og á meðan æfingum stendur og kostar ekkert. Einu fæðubótarefnin sem ráðlagt er að taka sérstaklega eru lýsi og D vítamín.

Ragnheiður Rafnsdóttir
skólahjúkrunarfræðingur
F.h. Heilsugæslu Hornafjarðar-HSU
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst