Nóg er um að vera hér í Eyjum á næstu dögum og vikum nú þegar jólin fara að nálgast. Viðburðir, afsláttardagar og skemmtanir eru á dagskrá og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér er yfirlit yfir það helsta sem er fram undan er.
35 ára afmæli Flamingo – 27. Nóvember
Tískuvöruverslunin Flamingo fagnar 35 ára afmæli þann 27. nóvember. Boðið verður upp á 35% afslátt af öllum vörum milli kl. 19-22. Frábært tækifæri til að versla jólagjafirnar ásamt því að næla sér í fallegar flíkur fyrir hátíðirnar.
Svartur föstudagur – 29. nóvember
Næstkomandi föstudaginn verður haldið upp á Svartan föstudag um land allt, sem og hér í Eyjum. Þá munu verslanir bjóða upp á frábæra afslætti og tilboð, og því fullkomið tækifæri til að tryggja jólagjafirnar á góðu verði og komast í alvöru jólaskap í leiðinni.
Kveikt á jólaljósunum – 29. nóvember
Aðventan hefst formlega þegar kveikt verður á jólaljósunum á Stakkagerðistúni föstudaginn 29. Nóvember kl. 17:00. Lúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög og Litlu lærisveinar munu syngja undir stjórn Kitty Kovács. Erlingur Guðbjörnsson, formaður framkvæmda- og hafnarráðs, og Guðmundur prestur munu segja nokkur orð, og mun Mónika Hrund Friðriksdóttir svo tendra ljósin á trénu. Börn og fullorðnir eru hvattir til að mæta og taka þátt.
Beer Pong í Höllinni – 30. Nóvember
Boðið verður upp á Beer Pong mót í höllinni þann 30. Nóvember. Frábært tækifæri til að koma saman með vinum, skemmta sér og taka þátt í keppni sem lofar góðri stemningu. Dj Svaníel sér um tónlistina. Húsið opnar kl. 20 og frítt er inn.
Jólatónleikar með Jónsa í Svörtum fötum ásamt eyjafólki – 6. desember
Haldnir verða jólatónleikar í fyrsta sinn í Höllinni föstudaginn 6. desember, fram koma Jónsi í Svörtum fötum ásamt hæfileikaríka eyjafólkinu Guðjóni Smára, Eló, Tóta, Unu, Söru og Sæþóri Vidó, við undirleik Gosanna. Húsið opnar kl. 20:00 og munu tónleikar hefjast kl. 21:00.
Jólahlaðborð Hallarinnar og Einsa Kalda – 7. desember
Höllin og Einsi kaldi halda sitt árlega jólahlaðborð laugardaginn 7. desember. Þá gefst bæjarbúum tækifæri á að njóta dásamlegs matar í góðum félagsskap, með hátíðlegri stemningu í loftinu.
Jólasýning fimleikafélagsins Rán – 8. desember
Fimleikafélagið Rán verður með sýna árlegu jólasýningu sunnudaginn 8. desember og býður bæjarbúum hjartanlega velkomna á hana, þar sem afrakstur vetrarins verður sýndur. Sýningin hefst kl 14:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst