Norðurlöndin taka höndum saman annað árið í röð, og skipulögðu strandhreinsanir þann 5. maí 2018, enda ekki vanþörf á. Nóg var af rusli í Viðlagafjöru og skiptist á skin og skúrir en það stoppaði fólkið ekki. Frábært framtak hjá Hildi Jóhannsdóttur að skrá Vestmannaeyjar til leiks og gaman að fá að taka þátt. Frambjóðendur og bakhjarlar Fyrir Heimaey létu ekki sitt eftir liggja eins og fleiri og tóku þátt í þessu frábæra og þarfa átaki og sendu okkur þessa mynd í tiltektinni. Frábært framtak!