Það er nóg framundan í Höllinni en í kvöld rúllar boltinn eins og alltaf þegar mikið er um að vera. Í kvöld verður sannkallað Manchesterkvöld því klukkan 17:50 verður á risaskjá í Hallarlundi leikur Sporting Lisbon og Manchester City og 19:50 er svo komið að leik Athletico Bilbao og Manchester United. Á hliðarskjá verður svo hægt að fylgjast með leik Standard Liege og Hannover en allir leikirnir eru í Evrópudeildinni.