Nota tímann til að rækta líkama og sál
3. september, 2014
Við á Álsey þurftum að hafa hraðar hendur í síðasta túr og nýta tíman vel áður en brælu Cristobal tæki völdin, ættum við að ná að fiska eitthvað áður og koma með í land fyrir þann tima. �?að gekk eftir og rúmlega yfir okkar væntingar, því brúarpeyjarnir voru ekkert að láta brælu spá trufla sig mikið. Vel innan við sólarhring á miðunum vorum við lagðir af stað aftur norður áleiðis á �?órshöfn með Cristobal á hælunum og 541m3 af makril í lestunum. Vel gert og ferðin norður gekk vel, fór vel um okkur og aflan. Hingað vorum við komnir snemma dags í gær og við tók löndunarbið eftir þeim á Heimaey sem átti eitthvað eftir að landa af makril sem fengin var á Grænlandsmiðum. �?á var Júpiter næstur og þá loks við komnir undir í löndun núna í kvöld. Menn hér nota tíman vel og rækta líkama og sál með þvi að fara í veiði vopnaðir haglabyssum eða veiðistöng, lyfta lóðum, fara í sund, í göngu þó ekki með hund, ég sjálfur nota tíman milli mála og æfi golfsveifluna á fótbolta vellinum því ég finn ekki ræktina þá grillum við og látum okkur ekki leiðast �?ar til næsti túr tekur völdin og allt byrjar upp á nýtt yfir og út;)
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst