Eyjastúlkur tefldu fram nýjum leikmanni, Marina Tankaskaya frá Azerbajan en hún virkaði mjög frísk og styrkir liðið mikið. Eyjastúlkur byrjuðu mjög vel í leiknum og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins en smá saman náðu gestirnir að saxa á forskotið og komast svo yfir en í hálfleik var staðan 13:15 fyrir Gróttu.
Síðari hálfleikur var jafn og spennandi en gestirnir urðu fyrir áfalli um miðjan hálfleikinn þegar línumaðurinn sterki Anna �?rsúla Guðmundsdóttir fékk sína þriðju brottvísun. Eyjastúlkur voru svo með leikinn í hendi sér þegar um fimm mínútur voru eftir, voru tveimur mörkum yfir, 27:25 og með boltann. En þá brá Alfreð Finnsson, þjálfari Gróttu á það ráð að taka Tankaskaya úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur Eyjastúlkna. Í stað þess að leita eftir réttu færunum spiluðu Eyjastúlkur upp á erfið færi sem ekki nýttust og Gróttustúlkur skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 27:25. Síðasta mark þeirra kom þegar um hálf mínúta var eftir en Eyjastúlkur skoruðu síðasta markið.
Mörk ÍBV: Marina Tankiskaya 12/3, Pavla Plaminkova 5/2, Pavla Nevarilova 5, Renata Horvath 4,
Sæunn Magnúsdóttir 2.
Varin skot: Ekatariva Dzkukeva 2 , Heiða Ingólfsdóttir 14/1.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst