Númerlausir bílar fjarlægðir, áframhald ef með þarf
24. júní, 2014
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að átaki í bænum við tiltektir sem og hreinsun. Hluti af því átaki hefur verið að koma númerslausum bílum af götum bæjarins, en þegar verst var, var fjöldi þeirra 25. Vestmannaeyjabær hefur boðið aðstoð við að fjarlægja númerslausa bíla, eigendum að kostnaðarlausu og þáðu nokkrir það, sumir fjarlægðu sjálfir bíla sína, oftast í Sorpu.
Í seinustu viku fékk Vestmannaeyjabær fyrirtækið Vöku til liðs við sig við að fjarlægja þá bíla sem eftir stóðu og gekk það verkefni vonum framar, virtist sem menn tækju einhvern kipp við komu Vökubílsins, því bílar sem eigendur höfðu ekki hreyft lengi, voru loksins fjarlægðir. Ekki tókst að fjarlægja alla bíla, því sumun tilfellum var uppgefinn frestur ekki útrunninn, og lagaákvæði því ekki uppfyllt og síðan voru það eigendur bíla sem færðu þá úr stað og eru til óþurftar eftir sem áður. �?að er alveg ljóst að þessu átaki er ekki lokið og ef með þarf þá verða Vökumenn kallaðir aftur til liðs og verða bílar fjarlægðir og duga þá engin fögur fyrirheit né látið reyna á liðlegheitin. Menn láta þá sem það gerðu, ekki plata sig nema einu sinni.
�?á er rétt að geta þess að átak verður gert gagnvart umgengni á lóðum og þá ekki síst gagnvart númerslausum bílum, þar fá menn frest, að honum loknum verða þeir bílar einnig fjarlægðir.
Rétt er að minna enn og aftur á að bærinn er tilbúinn til að aðstoða eigendur þessara bíla við að fjarlægja þá og koma þeim í Sorpu, þeim að kostnaðarlausu. Eigandinn getur fylgt bílnum upp í Sorpu, gengið frá sínum málum og fengið sínar 15 þúsund krónur, eða fyllt út eyðublað hjá �?jónustumiðstöð Vestmannaeyja um beiðni að fjarlægja umræddan bíl.
�?ví verður ekki trúað fyrr en á er tekið að fólk nýti sér þetta ekki, vilji frekar missa bílinn til Reykjavíkur með tugþúsunda kostnaði. Sjáum hvað setur.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst