Á næstunni hefst vinna við að fjarlægja númerslausar bifreiðar af lóðum og götum bæjarins. Búið er að líma aðvörunarmiða á bifreiðarnar með lokafresti til að fjarlægja þær sem er 21. Júlí n.k.. Fyrirtækið Vaka ehf, mun fjarlægja þær bifreiðar sem enn eru til staðar og það á kostnað eigenda bifreiðanna. Bifreiðarnar verða fluttar í Vökuportið í Reykjavík. Kostnaður við að fjarlægja eina bifreið er verulegur. Skorum á viðkomandi að klára sín mál svo ekki komi til aðgerða.
Munum hreinn bær, okkur kær.