Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar samþykkti á fundi sínum í dag nýja framtíðarsýn í fræðslumálum. �??Í ljósi þess að árangur grunnskólabarna í GRV á samræmdum prófum hefur í mörg ár verið óásættanlegur er nauðsynlegt að bregðast við. Ráðið telur að miklir möguleikar liggi í núverandi skólaumhverfi og að leik- og grunnskólar Vestmannaeyja geti vel verið í flokki fremstu skóla á landinu hvað varðar kennslu og námsárangur í læsi og stærðfræði. Til þess að slíkt markmið náist þurfa áherslur skóla að vera betur skilgreindar með tilliti til markmiðssetningar og mælanleika og efla þarf aðkomu skólaskrifstofu í þeirri vinnu,�?? segir í bókun ráðsins.
�?ar er lagt til að farin verði sama leið og skólayfirvöld á Reykjanesi hafi farið. Í þeirri framtíðarsýn er áhersla lögð á læsi og stærðfræði. Markmiðið sé að skólar sveitarfélagsins verði í fremsta flokki. �??Hlutverk framtíðarsýnarinnar verður að skerpa á áherslum, stuðningi og aðhaldi í daglegu skólastarfi. Skerpt er á verklagi sem hefur áhrif á daglegt skólastarf.�??
Árslurnar eru meðal annars þessar:
1) Áherslu á læsi og stærðfræði í leik- og grunnskólum.
2) Notkun skimunarprófa í lestri og stærðfræði.
3) Frammistöðumat.
4) Góða samvinnu heimilis og skóla.
5) Áherslu á að byggja á áreiðanlegum og gagnlegum aðferðum og mælitækjum í skólastarfi.
�??Fræðsluráð telur skóla sveitarfélagsins hafa yfir að ráða hæfu og dugmiklu fagfólki, aðstöðu og búnaði til að ná settu markmiði. Ráðið telur mikilvægt að efla aðkomu skólaskrifstofu að þessari vinnu. Skólaskrifstofan hefur yfir að ráða sérfræðiþekkingu m.a. í formi kennsluráðgjafar, sérkennslu og námsráðgjafar. Mikilvægt er að samhæfa verklag og fylgja eftir sameiginlegri markmiðsetningu og mælanleika.
Með hliðsjón af reynslu Reykjanesbæjar af innleiðingu á gæðastarfi telur ráðið mikilvægt að skólaskrifstofu verði falið aukið vægi í innleiðingu á gæðastarfi og samstarfi við skólana. �?ess vegna samþykkir ráðið að fjármagn sem nemur 50% stöðu faglærðs ráðgjafa verði flutt af GRV yfir á skólaskrifstofu sem þar með mun einnig taka ábyrgð á aukinni stoðþjónustu svo sem innleiðingu á gæðastarfi sem og náms- og starfsráðgjöf,�?? segir í fundargerð ráðsins.
Að lokum kemur fram að vinna sé þegar hafin við innleiðingu þessarar framtíðarsýnar í formi skimunar og námskeiðarhalds starfsmanna.