Laugardagskvöldið 7.maí nk. verður boðið upp á einstakan Pop Up kvöldverð á veitingastaðnum Einsa Kalda. �?ar munu matreiðslumennirnir Peeter Pihel og Michael Jiro Holman frá veitingastaðnum Fäviken í Svíþjóð elda 8 rétta veislumáltíð, en viðburðurinn verður ekki endurtekinn og því er talað um Pop Up viðburð. Peeter og Michael vinna eftir svokallaðri Rektun Mat (Real Food) stefnu í matargerð og nota þeir norrænt hráefni sem Íslendingar þekkja flestir mjög vel. Verðið á viðburðinn er 9.500 kr. án víns og 17.500 kr. með sérvöldu víni af kokkunum sjálfum. Borðapantanir eru í s: 481-1415 en sætaframboð verður takmarkað. Fyrir áhugasama sem búa uppi á landi má einnig geta þess að Hótel Vestmannaeyjar verður með tilboð á gistingu í tengslum við þetta kvöld en nánari upplýsingar um það eru í s: 481-2900.