Ný stjórn Vinnslustöðvarinnar var sjálfkjörin á hluthafafundi sem stóð yfir í einungis átta mínútur í dag. Í henni sitja Guðmundur �?rn Gunnarsson, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Takts, Einar �?ór Sverrisson hæstaréttarlögmaður, Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ; Íris Róbertsdóttir kennari og Ingvar Eyfjörð, eigandi Álftavíkur ehf. Í varastjórn eru Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri á Kap VE og Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir fiskverkandi í Vestmannaeyjum.
Skipan stjórnar er því óbreytt frá því sem var í endurteknu stjórnarkjöri í félaginu á aðalfundi þess í júlí sl. �?á buðu líka Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir sig fram til stjórnar en drógu framboð sín til baka nú. �?ví var stjórnin sjálfkjörin.
Lögmaður Brims hf., sem á tæplega 33% í Vinnslustöðinni, lét bóka á hluthafafundinum í dag það álit félagsins að hið fyrra stjórnarkjör á aðalfundinum í júlí hefði verið löglegt og ætti að standa. Bókunin hljóðar svo í heild sinni:
Brim gerir fyrirvara um lögmæti hluthafafundarins og fyrirhugaðs stjórnarkjörs.
Brim telur að ekki hafi verið boðað til fundarins með réttum hætti enda hafi sú stjórn sem sat fyrir aðalfund félagsins þann 6. júlí sl. ekki heimild til að boða til hluthafafunda. Auk þess þurfi að liggja fyrir tillaga um að sitjandi stjórn félagsins sé vikið frá störfum áður en ný stjórn er kjörin, en þess er ekki getið í fundarboði.
Brim telur að boða hefði átt til hluthafafundar í því skyni að að klára stjórnarkjörið sem hafið var á aðalfundi félagsins þann 6. júlí sl. með því að varpa hlutkesti um það hvort Einar �?ór Sverrisson eða Guðmundur �?rn Gunnarsson taki sæti í stjórn Vinnslustöðvarinnar ásamt þeim Ingvari Eyfjörð, Guðmundi Kristjánssyni, Írisi Róbertsdóttur og Rut Haraldsdóttur, í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995 og samþykkta félagsins.
�?á telur Brim að ólögmætt sé að halda hluthafafund í félaginu og kjósa nýja stjórn á meðan að Hlutafélagskrá hefur lögmæti stjórnarkjörsins á aðalfundi félagsins þann 6. júlí sl. til umfjöllunar.
Af þessum sökum hafa Guðmundur Kristjánsson og Hjálmar Kristjánsson ákveðið að draga framboð sitt til stjórnar og varastjórnar félagsins til baka.
Brim áskilur sér allan rétt, þ. á m. rétt til að bera lögmæti og ákvarðanir fundarins undir dómstóla.�??
Af VSV.is