Vinstri Græn í Árnessýslu er nýtt félag sem nær yfir alla sýsluna frá �?ingvöllum til �?jórsár. Félagið er stofnað á grunni þriggja félagsdeilda Vinstri Grænna í uppsveitum og Flóa, Vinstri Grænna í Árborg og Vinstri Grænna í Hveragerði og �?lfusi. Með sameiningunni verður félagið fimmta stærsta svæðisfélag Vinstri grænna. Stofnfundur félagsins var haldinn á Lambastöðum í Flóa 26. maí. Almar Sigurðsson var kosinn formaður Vinstri grænna í Árnessýslu. Með honum í stjórn eru Margrét Magnúsdóttir, Svanborg Rannveig Jónsdóttir, Ida Lön, Einar Bergmundur Arnbjörnsson, Anna Gunnarsdóttir og Einar Sindri �?lafsson. Með nýja félaginu verður mögulegt að efla til muna alla starfsemi VG í Árnessýslu, bæði í aðdraganda kosninga og í almennu pólitísku starfi næstu misseri og ár. Fyrsti viðburður á vegum félagsins er sameiginleg skemmtiferð félaga Vinstri Grænna á Suðurlandi með Ferðafélagi Vinstri Grænna, laugardaginn 4. júní næstkomandi. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins verður fararstjóri og er förinn heitið vítt um Árnessýslu til að heimsækja merkilega staði og merkilegt fólk.