Fyrsti alþjóðlegi íslenski sjávarútvegsvefurinn, með daglegum fréttum af íslenskum sjávarútvegi, er kominn á veraldarvefinn. Hinn nýi vefur hefur hlotið heitið IceFishNews og mun leggja áherslu á fréttir af íslenskum sjávarútvegi í víðasta skilningi ekki síst með áherslu á veiðar og vinnslu og þá miklu tæknibyltingu sem íslensk nýsköpunarfyrirtæki standa fyrir í sjávarútvegi. Á föstudögum verða síðan alltaf girnilegar uppskriftir að sjávarréttum sem ætlað er að vekja athygli og beina áhuga heimsins að besta sjávarfangi veraldar.
Vefurinn verður frír og verður fylgt eftir með reglulegu fréttabréfi sem fer til á níundahundrað fyrirtækja í sjávarútvegi um veröld víða. Okkar reyndasti sjávarútvegsblaðamaður Hjörtur Gíslason verður yfirritstjóri IceFishNews. �?tgefandi IceFishNews er �?lafur M. Jóhannesson sem stýrir jafnframt íslenska sjávarútvegsmiðlinum kvótinn.is sem fjallar um íslenskan sjávarútveg með daglegum fréttum. Slóðin er www.icefishnews.com