Nýr yfirlögregluþjónn í Helgafelli
9. ágúst, 2023

Í húsinu Helgafell sem stendur utan byggðar við jaðar Helgafells búa nú hjónin Stefán Jónsson og Þórunn Pálsdóttir. Bæði eru þau borin og barnfædd í Eyjum en fluttu á sínum tíma í Kópavoginn vegna náms. Stefán er sonur Sigríðar Högnadóttur, eða Sísí í TM, og Jóns Stefánssonar. Stjúpfaðir Stefáns er Haukur Hauksson. Þórunn er dóttir þeirra Herdísar og Palla í Vegg. Saman eiga þau drengina Aron 17 ára og Kára 11 ára.  

Reynsla nýtist í nýju starfi 

Stefán tók við keflinu af Jóhannesi Ólafssyni sem nýr yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum í byrjun júní. Jóhannes sinnti embættinu frá árinu 2002 og er með lengsta starfsaldur þeirra lögreglumanna sem starfað hafa í Eyjum. Áður gegndi Stefán stöðu aðalvarðsjóra hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. 

„Ég tel að mitt fyrrum starf sem varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu komi að mjög góðum notum í starfi mínu sem yfirlögregluþjónn. Lengi vel var ég að sinna útköllum og eru þau orðin ansi mörg og fjölbreytt útköllin sem ég hef sinnt í gengum tíðina. Ég vann þar meðal annars með Eyjamönnunum Þresti Hjörleifssyni og Geir Jóni Þórissyni en af þeim lærði ég margt” segir Stefán sem hefur verið í lögreglunni í rúm 25 ár. 

Fyrir sex árum síðan varð Stefán aðalvarðstjóri í aðgerðadeild og kom þar að skipulagningu stærri viðburða, til dæmis leiðtogafundi Evrópuráðsins, menningarnótt, opinberum heimsóknum, þjálfun lögreglumanna og öllu því sem þarfnaðist skipulagningar þvert á lögreglustöðvar. Þá var Stefán í áhöfn aðgerðastjórnstöðvar (AST) en hún er mönnuð í stærri útköllum eins og til dæmis náttúruhamförum, slysum og verkefnum sem krefjast aðkomu margra viðbragðsaðila sem þurfa að starfa sem ein heild. Þá var hann aðstoðarstjórnandi aðgerðasveitarinnar en það er 100 manna hópur sem kallaður er úr sínum daglegu störfum og sinnir sérhæfðri löggæslu eins og mótmælum, landsleikjum og opinberum heimsóknum. 

„Mér líst mjög vel á starfið og mannskapinn og er mjög sáttur við þessa ákvörðun að hafa komið. Það er auðvitað búið að vera skipulagning fyrir Þjóðhátíð og goslok, og svo var opinber heimsókn þannig að ég steig inn í þetta þegar það var mikið at framundan, en svo róast þetta væntanlega í vetur og haust. Þetta er náttúrulega líka nýtt fyrir manni og nýjir hlutir og ný kerfi sem maður er að læra inn á.” 

Þórunn og Stefán fyrir utan heimili þeirra við Helgafellsöxl. Þess má geta að Stefán er annar yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum sem býr í Helgafelli. Hinn var Guðmundur Guðmundsson sem var hér yfirlögregluþjónn fram yfir gos.

Aukin lífsgæði í Eyjum 

Rauða húsið í Helgafelli var áður eitt kennileita bæjarins en það var í eigu fjölskyldu Stefáns. „Við ætluðum alltaf að gera það upp en svo kom í ljóst að það var mold undir allri plötunni og engin járnabinding í húsinu þannig að við urðum að rífa það. Við fengum rosalega góða aðstoð frá fjölskyldunni okkar allri og unnum líka mikið sjálf í þessu. Okkur finnst frábært að vera hérna og svo er tengdamamma hérna við hliðina á okkur” segir Þórunn en húsnæðið samanstendur af tveimur íbúðum.  

Fjölskyldan flutti til Eyja í maí en hafði verið með annan fótinn í Eyjum eftir að hafa ráðist í endurbætur á húsinu fyrir fjórum árum. Stefán segist feginn því að sleppa við umferðina í höfuðborginni og við að þurfa að keyra alla leið úr Salahverfinu í Kópavogi niður á Hverfisgötu til þess að komast í vinnu. „Já, maður græðir alveg tíma í sólarhringinn við það eitt að búa hérna sem er alveg ótrúlega næs. Svo fer maður bara í búðina og Húsasmiðjuna eða eitthvað og það tekur allt svo stuttan tíma” bætir Þórunn við. 

Alltaf ákveðin að gerast ljósmóðir 

Þórunn útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2004 og sem ljósmóðir fimm árum síðar, en Þórunn segir drauminn alltaf hafa verið að gerast ljósmóðir. Hún hefur starfað á fæðingardeild LSH, við heimaþjónustu ljósmæðra og á meðgöngu- og sængurlegudeild. Hún lauk prófi sem brjóstagjafaráðgjafi árið 2011 og hefur unnið við ráðgjöf hjá Björkinni ásamt því að hún tók þátt í stofnun hennar. Þá var Þórunn einnig forsprakki styrktarfélagsins Gleym mér ei sem heldur utan um foreldra eftir barnsmissi á meðgöngu, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu, en sjálf missti hún og Stefán frumburð sinn eftir 20 vikna meðgöngu árið 2005. 

„Gleym mér ei hefur gefið okkur ótrúlega mikið og maður sér einmitt þörfina fyrir félagið. Þetta er svona eins og litla barnið manns, maður á mjög erfitt með að sleppa tökunum af félaginu sem er núna orðið 10 ára” segir Þórunn en félagið heldur utan um styrktarsjóð sem er meðal annars notaður til að útbúa minningarkassa, ýmsa fræðslubæklinga og til að mynda stuðningshópa. Þá skipuleggur félagið einnig minningarathöfn sem haldin er á ári hverju og er tileinkuð missi á meðgöngu eða barnsmissi.  

Gott að vera á heilsugæslunni 

„Það er bara búið að vera æðislegt hérna á HSU. Ég byrjaði að leysa af síðasta sumar og var líka hérna um jólin. Ég er búin að vera hérna á heilsugæslunni og í heimahjúkrun sem er einmitt mjög skemmtilegt” segir Þórunn. „Hann Aron okkar er búinn með eitt ár í smíðanáminu í FB þannig hann verður fyrir sunnan í haust og ég verð svona með annan fótinn þar líka og verð hérna eitthvað sömuleiðis. Svo er ég náttúrulega að vinna í Björkinni sem brjóstaráðgjafi og líka að fara í heimahús að aðstoða fjölskyldur þannig að ég ætla að halda því áfram einhvern veginn fyrir sunnan.” 

Nægjusemi ríkir í Kubuneh 

Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, mágkona Þórunnar, rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Allur ágóði af sölu í búðinni Kubuneh, sem selur notuð föt hér í Eyjum, fer í að fjármagna rekstur heilsugæslunnar. Þórunn hefur þrisvar sinnum farið með Þóru og fjölskyldu til Kubuneh til að aðstoða að koma skipulagi á heilsugæsluna og til að sinna almennum heilsugæslustörfum. Þá hefur hún einnig verið að aðstoða mæður í þorpinu meðal annars með fyrirspurnir varðandi brjóstagjöf. 

„Við fórum öll fjölskyldan um páskana í fyrra og ákváðum þá að taka strákana með og leyfa þeim að upplifa Afríku. Það var ótrúlega lærdómsríkt enda gríðarlega mikil fátækt þarna og mikið hark, en ég hef einmitt farið þrisvar núna. Íbúar þorpsins eru yndisleg og maður er farinn að kynnast fullt af fólki þarna sem eru vinir manns í dag. Þó að fólk eigi ekki neitt og eru í mikilli þörf þá er það samt svo nægjusamt og ánægt með það sem það á” segir Þórunn. 

„Fyrst þegar við komum þá lentum við þegar það var komið myrkur og maður var bara svona í pínu sjokki. Það eru náttúrulega engir ljósastaurar né nein lýsing þarna þannig að allt var bara svart og fólk var að brenna rusl þarna út um allt. Maður verður bara strax var við hvað það er mikil neyð þarna og rosa mikil fátækt” segir Þórunn og nefnir Stefán óþrifnaðinn sem hafði verið mikill. 

Hvað er Kubuneh búið að kenna ykkur? „Að maður á að vera nægjusamur og að maður þarf ekki allt þetta dót og endalaust af einhverjum fötum. Maður á bara að vera ánægður með það sem maður á. Þetta breytir manni algjörlega og maður hugsar einhvern veginn allt öðruvísi þegar maður er búinn að fara þangað út” segir Þórunn og bætir Stefán við að minnka þurfi matarsóun hér á landi. Þá segir hann mikið hark í þorpinu að sjá sér fyrir mat á meðan Íslendingar moki í ruslið. 

Í góðu yfirlæti í Kubuneh.

Vilja opna fæðingarheimili 

„Þóra og Daði eru alveg á fullu í þessu og heilsugæslan er orðin ótrúlega flott miðað við aðrar heilsugæslur eða sjúkrahús sem ég hef séð þarna úti. Núna eru komnir tveir sjúkrabílar og við búin að fara út líka að kenna og leiðbeina þeim sem starfa á heilsugæslunni sem eru ábyggilega 10 til 15 manns, bæði sjálfboðaliðar og fólk á launum. Ég veit að Þóru langar að opna fæðingarheimili svo að það geti verið fæðingar á heilsugæslunni og svo er náttúrulega stefnan áfram að gera þau ennþá meira sjálfbær þannig að þetta reki sig sjálft og auðvitað halda áfram að kenna og leiðbeina þeim” segir Þórunn. 

„Það er búið að vera einstakt ævintýri að fá að upplifa Gambíu og við hefðum aldrei farið til Afríku nema bara út af Þóru og Daða bróður og gátum því ekkert sleppt því að fara.” 

Kári, Stefán, Þórunn og Aron í brekkunni.
Stefán stendur kaffivaktina í hvíta tjaldinu.

Litlar áhyggjur af Þjóðhátíð 

„Við verðum í tjaldi með mömmu minni, pabba og systkinum. Við reynum alltaf að vera mikið saman um Þjóðhátíðina og hittumst til að græja tjaldið og smyrja og allt þetta. Mamma er alltaf á fullu að baka og græja og gera þannig að maður þarf að hafa rosalega litlar áhyggjur af Þjóðhátíðinni” segir Þórunn.  

„Ég verð auðvitað bara mikið við vinnu. Ég hef unnið 16 eða 17 Þjóðhátíðir þannig að ég veit alveg að hverju ég geng og það er mjög góður mannskapur með okkur þannig að þetta verður ekkert vandamál” segir Stefán aðspurður hvernig hátíðin leggist í hann sem nýskipaðan yfirlögregluþjón. 

Greinina má einnig lesa í nýjasta tölublaði Eyjafrétta (15. tbl.).

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 16 Tbl 2024
16. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
viðburðir
Kjorkassi Stor
13. nóvember 2024
17:30
Opinn íbúafundur
Höllin
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst