�?bilgjarnar kröfur í Herjólfsdeilu
28. mars, 2014
�??Í Vestmannaeyjum er nú mótmælt seinagangi í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Sjómannafélags Íslands vegna undirmanna á Herjólfi. Samtök atvinnulífsins fara með samningsumboð Eimskips, eins og annarra aðildarfyrirtækja sinna, og hafa með öllu hafnað þeim óbilgjörnu kröfum sem Sjómannafélagið hefur lagt fram og sagt ófrávíkjanlegar. �?að skilar því litlu að beina spjótum að Eimskip, rekstraraðila skipsins. Eimskip er, eins og einstaklingar og fyrirtæki í Vestmannaeyjum, ekki í aðstöðu til að leysa vinnudeiluna.
Sjómannafélagið setti þegar í upphafi viðræðna fram kröfu um rúmlega 40% hækkun launa og hefur ekkert verið slegið af þeirri kröfu. Auk þess skyldu laun hækka árið 2014 með sama hætti og laun farmanna.�?? �?etta kemur fram í tilkynningu frá Herði Vilberg hjá Samtökum atvinnulífsins.
Í tilkynningu kemur hann einnig inn á laun undirmanna á Herjólfi. �??Meðallaun bátsmanna á Herjólfi eru nú um 400 þúsund krónur á mánuði m.v. 46 klukkustunda vinnuviku sem byggir á vaktavinnu. Kröfur Sjómannafélagsins jafngilda því að föst laun bátsmanna hækki að lágmarki um 160 þúsund krónur á mánuði. Samtök atvinnulífsins geta ekki og munu ekki fallast á slíkar kröfur,�?? segir í tilkynningunni.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst