Magnús Kristinsson ákvað að selja fjölskyldufyrirtækið Berg – Huginn til Síldarvinnslunnar. Af því tilefni ákvað meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vestmannaeyja að leggja til hliðar stuðning við óbreytt kerfi og frjálsan markað stundarkorn í ljósi neikvæðrar áhrifa af flutningi aflaheimilda á efnahag Vestmannaeyja. Þeir kröfðust þess að fá að ganga inn í kaupin á grundvelli forkaupsréttarákvæðis í lögum um fiskveiðistjórnun. Hlutverk bæjarfulltrúanna er að sjálfsögðu að gæta að hagsmunum bæjarfélagsins.