Oddfellowkonur komu færandi hendi og gáfu Starfsbraut Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum höfðinglega gjöf. Hún innihélt kennslugögn og spil í stærðfræði og íslensku. Gjöfin á eftir að nýtast nemendum brautarinnar einstaklega vel. Nemendur og starfsfólk brautarinnar færir Rebekkustúkunni Vilborgu bestu þakkir fyrir örlætið og velviljann.