Oddný Harðardóttir alþingismaður og þingsflokksformaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. sæti í forvali flokksins fyrir Suðurkjördæmi sem fram fer 16. og 17. nóvember. Oddný hefur tekið að sér mörg krefjandi ábyrgðarstörf á kjörtímabilinu. Hún varð fjármálaráðherra fyrst kvenna og var formaður menntamála- og fjárlaganefndar.