Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands, (ASÍ) kannaði æfingagjöld barna í fimleikum og handbolta hjá stærstu íþróttafélögum landsins í þessum greinum. ÍBV-íþróttafélag var tekið fyrir í könnuninni í handbolta, ásamt 15 öðrum félögum og Fimleikafélagið Rán var einnig í könnuninni ásamt 14 öðrum fimleikafélögum. Óhætt er að segja að Rán komi mjög vel út í könnuninni enda félagið meðal þeirra félaga sem bjóða lægstu æfingagjöldin.