Á laugardaginn var lögreglu tilkynnt um búðarhnupl í verslun Krónunnar í Vestmannaeyjum. Karlmaður á þrítugsaldri hafði verið staðinn að því að fara út úr versluninni án þess að greiða fyrir vörurnar sem hann var með. Maðurinn viðurkenndi brot sitt en gaf þá skýringu að hann hefði gleymt því að greiða fyrir vörurnar sökum eftirkasta skemmtanahalds nóttina áður, eins og segir svo listavel frá í dagbókarfærslu lögreglunnar. Færsluna í heild má lesa hér að neðan.