Sem oddviti sveitarfélags síðastliðin tvö kjörtímabil og rekstraraðili hótels á landsbyggðinni síðustu tuttugu ár, hef ég reynt á eigin skinni hvernig lífsbaráttan harðnar þegar fjær dregur höfuðborgarsvæðinu. Flutningsgjöld, margfaldur rafmagnskostnaður, það að þurfa að útvega starfsfólki sínu húsnæði, jafnvel byggja yfir það. Krafan um fæði og uppihald, hvernig þjónusta og fyrirtæki færast eins og fyrir náttúrulögmál á höfuðborgarsvæðið og kostnaður við að sækja sjálfsagða og lífsnauðsynlega þjónustu á sama tíma eykst þrátt fyrir bætt netsamband. Við skulum ekki einu sinni byrja á að ræða samgöngukerfið. Þið sem keyrið Suðurkjördæmið á enda komist fljótlega að því að eftir því sem austar dregur mjókkar vegurinn og viðhald versnar. Bara á liðnu ári fór bíllinn okkar í þrjár bílrúðuskiptingar vegna steinkasts frá öðrum bílum.
Sem betur fer þraukar fólk þrátt fyrir mótbyr því allir vilja halda byggð í landinu. En hvað kostar að halda byggð í landinu öllu? Er ekki orðið tímabært að taka skref í þá átt að auðvelda fólki afkomu og styrkja búsetuskilyrði á landsbyggðinni? Við höfum ákveðin tæki til að jafna þann aðstöðumun sem við erum að glíma við í dag og skapa þannig jöfn tækifæri óháð búsetu. Látum skattkerfið vinna fyrir okkur á þann hátt að það taki þátt í byggðaþróun á Íslandi. Nýtum okkur reynslu Norðmanna og skiptum landinu uppí svæði sem bera mismunandi skattprósentu eftir landshlutum. Þannig stuðlum við að jöfnum tækifærum og höldum landinu í byggð. Þannig stuðlum við einnig að því að tryggja matvælaframleiðslu og þar með afkomuöryggi landsmanna í heimskrísum framtíðarinnar.
Ég gef ekki kosningaloforð sem ekki er hægt að uppfylla, en ég gef ykkur loforð um að berjast fyrir Suðurkjördæmi allt. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Tryggjum öfluga byggð í Suðurkjördæmi.
Höfundur: Eva Björk Harðardóttir sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst