Tónlistarhúsið Harpan var tekið í notkun með pomp og prakt að viðstöddu helsta fyrirfólki landsins, meðan pöpullinn sat heima, enda var honum að sjálfsögðu ekki boðið. Hann getur hinsvegar borgað þessa eitthvað um 30 milljarða króna sem kostar að byggja húsið og svo náttúrlega allt tapið sem verður á rekstrinum. Það er þá eins gott að farið verði að skattleggja landsbyggðina sérstaklega þegar hækkað verður veiðileyfagjaldið,svo hægt verði að borga bruðlið. Þannig byrjaði pistill sem eyjafrettum barst. – Þar var líka stolinn og skrumskældur ljóðatexti.