�??�?etta eru ótrúlegar hækkanir á veiðigjöldum, og þá sérstaklega á helstu bolfisktegundum. �?annig hækkar þorskur um 107% og ýsa um 127%. Fyrr má nú rota en dauðrota. Við og mörg önnur sveitarfélög höfum varað mjög við því að svona sé gengið fram. Áhrif þessa eru þekkt og niðurstöðurnar koma ekki til með að koma á óvart. �?að sem gerist ef þetta nær fram að ganga er að samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðamörkuðum verður skert verulega auk þess sem enn lengra en áður verður gengið í átt að samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi og þar með versnar mjög atvinnukúltúr sjávarbyggða,�?? segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri um þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að tvöfalda veiðigjöldin í ár sem fara þá yfir 11 milljarða króna.
�??Í kjölfarið á fyrri hækkunum á veiðigjöldum og öðrum þrengingum höfum við séð mikla fækkun einyrkja og heyrir nú til undantekninga að útgerð sé rekin sem fjölskyldufyrirtæki hér í Vestmannaeyjum eins og víðar. �?á er einnig kristalskýrt að með þessu er dregið úr getu sjávarútvegs til fjárfestinga í tækninýjungum, sinna nýsköpun og þróa atvinnulíf sjávarbyggða. Niðurstaðan verður því óhjákvæmlega að staða atvinnulífs hér í Eyjum og meðfram strandlengjunni mun versna, starfsöryggi sjómanna og landverkafólks ógnað og byggðafesta enn og aftur sett í uppnám.�??
Elliði segir að þetta útspil komi honum nokkuð á óvart núna, þegar það kemur í kjölfarið á yfirlýstum vilja til að ná sáttum um sjávarútveg og til að byggja upp atvinnulíf á landsbyggðinni. �??�?að er ástæða til að hafa í huga að 1. júní sl. boðaði sjávarútvegsráðherra úttekt á rekstrarstöðu fyrirtækja í sjávarútvegi, sem á að vera lokið núna innan skamms eða í byrjun september. Hugmyndin var sú að þá yrði skoðað hvort staðan núna kalli á sérstakar ráðstafanir. Í kynningu á þessu starfi kom sérstaklega fram að styrking krónunnar, verkfall sjómanna og ýmsir aðrir utanaðkomandi blikur síðasta vetur kallaði á slíka úttekt.
�?g fæ ekki séð annað en að þetta útspil höggvi á ný í þennan knérunn,�?? sagði Elliði að endingu.