Ökumaður, grunaður um ölvun, ók útaf Hvammsvegi við Nátthaga á laugardag og hafnaði á vegvísi og póstkassa. Ökumaður bað um aðstoð vegfarenda við að ná bílnum aftur upp á veg og í kjölfarið var haft samband við lögreglu. Þá kom í ljós að maðurinn var talsvert ölvaður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst