Lögreglan beinir því til ökumanna að vegna fjölgunar barna að leik á Stakkagerðistúni, sérstaklega vegna tilkomu hoppudýnunnar, að fara varlega. Jafnframt er rétt að benda ökumönnum á það að Hilmisgata, frá Kirkjuvegi, og Bárustígur að Vesturvegi eru vistgötur og því hámarkshraði einungis 15 km/klst. Lögreglan mun á næstunni verða með sérstakt eftirlit á þessu svæði með það í huga að auka öryggi þeirra sem þarna fara um gangandi.
Hér að neðan er ákvæði um vistgötur úr umferðarlögunum:
Vistgötur.
7. gr. Ákvæði greinar þessarar gilda um umferð á svæði, sem afmarkað er með sérstökum merkjum, sem tákna vistgötu.
Heimilt er að dveljast og vera að leik á vistgötu. �?ar ber að aka mjög hægt, að jafnaði eigi hraðar en 15 km á klst. Ef gangandi vegfarandi er nærri má eigi aka hraðar en á venjulegum gönguhraða.
�?kumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka tillitssemi og víkja fyrir honum. Gangandi vegfarandi má eigi hindra för ökutækis að óþörfu.
Eigi má leggja ökutækjum nema á sérstaklega merktum stæðum. Ákvæði þetta gildir eigi um reiðhjól.