Stefán Geirsson úr Samhygð er í 6. sæti með 855 stig og fer upp um eitt sæti. Lárus Kjartansson úr Laugdælum er hástökkvari listans að þessu sinni en hann fer upp um níu sæti og er nú í 14. sæti með 178 stig. Tveir nýliðar úr glímuliði HSK eru á styrkleikalista 30 efstu manna, þeir Hafsteinn Kristinsson úr Garpi og Tungnamaðurinn Samúel Birkir Egilsson. Hafsteinn er í 22. sæti með 120 stig og Samúel í 23. sæti með 104 stig.
Helgi Kjartansson úr Hvöt, sem hefur lítið glímt að undanförnu, fellur um sjö sæti og er í 25. sæti með 90 stig og þá er Kjartan Lárusson Laugdælum í 28. sæti með 60 stig og hefur fallið um tvö sæti frá síðasta lista.
�?ess má geta að mót ársins 2004, s.s. Landsmótið á Sauðárkróki, duttu út af listanum yfir þau mót sem tekin voru til hliðsjónar við gerð styrkleikalistans.
Eins og greint var frá í síðustu HSK fréttum er Elisabeth Patriarca úr Dímon í efsta sæti styrkleikalista kvenna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst