Dæluskipið Skandia er enn bundið við bryggju þótt ölduhæð hafi farið undir tvo metra við Landeyjahöfn á ellefta tímanum í gærkvöldi. Klukkan átta í morgun var ölduhæð 1,5 metrar en í dag er spáð norðan átt og ætti því aðstæður að vera hagstæðar til að dæla sandi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá starfsmönnum Íslenska Gámafélagsins, sem rekur skipið, er verið að skipta um rör í skipinu en áætlað er að skipið hefji framkvæmdir við Landeyjahöfn síðar í dag.